Maximo Dynamic Plus – Loftsæti

Vörunúmer með tauáklæði: 1323523
 
„Dynamic Plus“ sætið kemur með nýrri hönnun á baki (Dualmotion Adaptive Back Support) þar sem að efri hlutinn færist með stjórnandanum, þetta gefur stjórnanda áfram góðan stuðning við bak þegar nauðsynlegt er að horfa aftur fyrir í sig við vinnu.
„Dynamic“ fjöðrunin hækkar standardinn í þægindum fyrir ökumann. Maximo Dynamic stillir sig sjálfkrafa að þyngd stjórnanda og er með loftvirkri þyngdarstillingu. Útkoman er framúrskarandi þægindi við setu og vinnu.
Dynamic Plus sæti kemur með festingu fyrir fjölvirkan armpúða sem kemur orginal í sumum vélum í dag, extra breiðri setu, „Passive“ öndun og hægt að snúa því í báðar áttir.
 
 Skjalageymsla aftan á baki
 Sjálfvirks staðsetningarkerfi (APS System)
 Stillanlegir armpúðar, 80x380mm
 Festing fyrir fjölnota armpúða, h.m
 Stillanlegur dempari
 Snúningur, 7.5° vinstri / 15° til hægri
 Innbyggð loftdæla, 12V
 „Dynamic“ fjöðrunarkerfi
 Slag dempunar: 120mm
 Sjálfvirk þyngdarstilling
 Loftvirk hæðarstilling, 80mm
 „Passive“ öndun
 Stillanlegur fram-/aftur sleði, 210mm
 Fram-/aftur fjöðrun
 Loftvirk mjóbakstilling
 Stillanlegur halli á baki
 Færanleg efri hluti á baki (Dualmotion Adaptive Back Support)
 Öryggisbelti
 Hliðardempun
 Hiti í sæti, 2ja þrepa
 Stillanlegur halli og dýpt á setu
 Breidd setu: 565mm
 
Aukahlutir:
 Innbyggður sætisrofi
 
„Dynamic“ fjöðrunarkerfi
“Dynamic Damping System”
Þessi fjöðrun bætir “Low-frequency” fjöðrunina sem þegar hefur sannað sig með því að minnka en meira niður víbring sem myndast undir vélinni.
 
„Low-frequency“ fjöðrun
“Low-Frequency Suspension”
Þessi fjöðrun dempar hliðar víbring og högg. Þetta kemur í veg fyrir að sætið skoppi í ójöfnum og við erfiðar aðstæður.
 
Loftfjöðrun
“Pneumatic Suspension”
Í sætum með loftfjöðrun þarf einungis að ýta á takka til að stilla sæti í rétta stöðu og aðlagast þyngd ökumannsins, það gerist ekki mikið auðveldara.
 
Tvískipt hreyfing
„Dualmotion“
Ný  hönnun á baki þar sem að efri hlutinn færist með stjórnandanum, þetta gefur stjórnanda áfram góðan stuðning við bak þegar nauðsynlegt er að horfa aftur fyrir í sig við vinnu.
 
Sjálfvirk-, rafmagns-, handvirk þyngdarstilling
Automatic/Electronic/Mechanical Weight Adjustment
Að stilla sætið fyrir rétta þyngd ökumanns tryggir afslappaða og rétta líkamsbeitingu við vinnu.
Í Actimo sætunum er þessi stilling gerð annaðhvort handvirk með sveif, rafmagnsstilling eða alsjálfvirkt með innbyggðum skynjurum.
 
Sjálfvirkt staðsetningarkerfi (APS kerfi)
Automatic Positioning System (APS)
APS kerfið áætlar sjálfvirkt þynd ökumanns, sama rofa er svo hægt að nota til að hækka og lækka sætið
 
Loft- eða handvirk mjóbaksstilling
Pneumatic/Mechanical Lumbar Support
Ef mjóbaksstilling er stjórnað með lofti þá er ýtt á takka sem blæs eða hleypir lofti úr bakinu til að fá ákjósanlegan þrýsting. Handvirku stillingunni er stjórnað með snúningssveif.
 
Hliðardempun
“Lateral suspension”
Hliðardempun tekur við víbring og höggum m.v. akstursstefnu.
 
Fram/aftur fjöðrun
“Fore/Aft Isolator”
Fram/aftur fjöðrunin minnkar víbring og högg t.d. þegar keyrt er hratt, notaður er aukabúnaður að aftan, þegar verið er að draga vagn eða þegar keyrt er í ójöfnum.
 
Active/Passive öndunarkerfi
Active/Passive Climate System
Í sætum með passive öndun er búið að hanna góða öndun í setu og bak þannig það lofti vel um ökumann til að koma í veg fyrir svita. Í  sætum með “Active” öndun eru skynjarar sem skynja hita, sætið er því alltaf að meta hitastig og hvernig fer um ökumann og kælir eða hitar upp sætið þannig að stjórnanda líði alltaf sem best.
 
 
 
SKU: 8df3ac61bbf9 Vöruflokkar: , ,
Senda fyrirspurn

Senda fyrirspurn