Kingman Climate – Loftsæti
Kingman blöðungur
það er mikilvægt til að láta sér líða vel í akstri að hitinn sé þæginlegur. Þótt svo að bíllinn sé útbúinn loftkælingu, þá svitnar bílstjórinn oftast á þeim stöðum sem hvíla upp við sætið. Þetta er ástæðan fyrir því að Kingman High performance sætið er útbúið svokölluðu Active öndunarkerfi. Þetta kerfi kemur í veg fyrir líkamsraka þannig að bílstjórinn mun aldrei þurfa að sitja blautur af svita. Á köldum dögum heldur svo innbyggður sætishiti ökumanninum hlýjum.
Bækling um Active öndunarkerfi má finna viðhengi hér neðst á síðunni.
– Hæðarstilling: 100mm
– Slag fjöðrunar: 70mm
– Fram/aftur sleðar
– Stillanlegur halli á baki
– Stillanlegur halli á setu
– Hraðlofttæming
– Áfastur hálspúði
– Innbyggt 3ja punkta öryggisbelti
– Stillanlegur dempari
– Stillanleg dýpt á setu
– Fram/aftur fjöðrun
– Stillanlegur mjóbakstuðningur
– Stillanlegur hliðarstuðning
– Hiti í sæti, 2 stillingar
Aukabúnaður
– Stillanlegir armpúðar
Allar frekari upplýsingar má sjá í viðhengi hér að neðan.